Fréttir


Íslendingar í öðru sæti í alþjóðlegri olíuleitarkeppni

31.1.2011

Lið Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu lenti í öðru sæti í alþjóðlegri olíuleitarkeppni sem fram fór í London um helgina.

Undanfarna fimm mánuði hafa ríflega 4000 nemendur í rúmlega 200 liðum frá löndum sem liggja að Atlantshafi tekið þátt í undankeppni. Sigurvegari í hverju landi vann sér inn rétt til að taka þátt í lokamótinu sem var haldið á s.l. laugardag í London. Þrír skólar tóku þátt í landskeppninni á Íslandi, sem fram fór í haust: Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Fjölbrautarskóli Snæfellinga.
Eitt af liðum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu bar sigur úr bítum og fór því út til að taka þátt í lokamótinu.
 
Það er skemmst frá því að segja að keppnin á laugardag var jöfn og spennandi allan tímann. Það voru Danir og Íslendingar sem skiptust á að hafa forystu. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu fimm mínútunum þegar Danirnir náðu að síga fram úr okkar mönnum. Í þriðja sæti var lið Grænlendinga.

Þó ekki hafi unnist sigur í þetta sinn stóðu strákarnir sig frábærlega og voru öllum til mikils sóma.

Nánar um þetta á heimasíðum FAS og Simprentis.