Fréttir


Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur á Holtamannaafrétti

10.1.2011

Orkustofnun veitti í dag, þann 10. janúar 2011, Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur á Holtamannaafrétti.

Við undirbúning leyfisveitingarinnar var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Skipulagsstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá var einnig leitað umsagnar sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps. Loks var leitað umsagnar sýslumanns Snæfellinga, f.h. forsætisráðuneytis.

Leyfið felur í sér heimild til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu, sem og almennra umhverfisrannsókna sem nauðsynlegar eru til að kanna áhrif hugsanlegrar nýtingar á umræddar auðlindir, í samræmi við rannsóknaráætlun leyfishafa.

Leyfið gildir frá 10. janúar 2011 til 31. desember 2015.

Leyfir felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðrænum auðlindum á rannsóknarsvæðinu. Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og/eða nýtingarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa réttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimil