Fréttir


Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar

25.11.2005

Orkusetur, í samvinnu við Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið, stóð fyrir ráðstefnu haustið 2005 um orkunotkun heimila og iðnaðar.
Hótel KEA, Akureyri, 24. nóvember 2005 kl. 9:15-14:30.

Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um hvernig spara má orku í iðnaði og fiskiskipum og fjallað um hvata til sparnaðar. Fram kom að hvatinn væri ekki nógu mikill og því þarf að breyta með aukinn fræðslu almennings um hvernig má spara orkuna.

Á ráðstefnunni var kynnt nýútkomin skýrsla um orkunotkun húsa sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur unnið fyrir Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið. Í skýrslunni kemur m.a. fram að einangrun húsa skiptir miklu máli fyrir orkunotkun og oft er með litlum aðgerðum hægt að bæta einangrun sem gerir það að verkum að orkunotkun minnkar til muna.

Að ráðstefnunni lokinni skrifuðu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, Þorkell Helgason, orkumálastjóri, og Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, undir viljayfirlýsingu þess efnis að KEA styrki nýstofnað Orkusetur á Akureyri um 5 m.kr. á ári næstu 3 árin. Orkusetur fær einnig  5 m.kr. á ári næstu þrjú árin frá Evrópusambandinu. Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið munu einnig koma að fjármögnun Orkuseturs auk þess sem Samorka mun leggja ákveðnum verkefnum lið.

Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Skýrslan Orkunotkun húsa - Ástandskönnun 2005

Dagskrá og glærur


09:15 Valgerður Sverrisdóttir: Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra
09:30 Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, Orkustofnun: Er hvati til orkusparnaðar á Íslandi?
09:40 Jón Vilhjálmsson, Verkfræðistofan AFL: Orkunotkun heimila
10:00 Benedikt Guðmundsson, Orkustofnun: Niðurgreiðslur í fortíð, nútíð og framtíð
10:40 Björn Marteinsson, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: Orkunotkun til hitunar húsa
11:00 Eggert Þröstur Þórarinsson, Verkfræðideild HÍ: Orkunotkun á köldum svæðum
11:20 Gauti Hallsson, Dexta: Orkusparnaðartækifæri í iðnaði
11:40 Ragnar Jóhannsson, Hólaskóli: Aukin nýting vatns og varma í fiskeldi
13:00 Halla Jónsdóttir, Iðntæknistofnun: Orkunotkun í fiskveiðum
13:20 Kristinn Aspelund, Marorka: Betri orkunýting og orkusparnaður skips
13:40 Björn Gunnlaugsson, Landbúnaðarháskólinn: Orkuhagkvæmni í gróðurhúsum
14:00 Marta Birgisdóttir, Veðurstofan: Vindatlas

Fundarstjóri var Helgi Bjarnason


frett_25112005_1 
Benedikt Sigurðarson, Valgerður Sverrisdóttir og Þorkell Helgason skrifa undir viljayfirlýsingu
 

frett_25112005_2
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og aðrir ráðstefnugestir

frett_25112005_3
Ráðstefnugestir