Fréttir


Ný úttekt á vefjum á vegum ríkis og sveitarfélaga

13.12.2005

Megintilgangurinn með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Alls voru skoðaðir 256 vefir og þeir metnir með tilliti til innihalds, nytsemis og aðgengis.

frett_13122005

Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra þágu, en ráðgjafafyrirtækið Sjá - viðmótsprófanir vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.


Vefur Orkustofnunar kom vel út í þessari könnun, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og munu niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að betrumbæta hann enn frekar.

Sjá nánar frétt á vefsíðu forsætisráðuneytisins