Fréttir


Jökulhlaupaannáll 1989-2004

28.12.2005

Rannsóknarsaga jökulhlaupa nær aftur til ritaldar. Þar sem hlaupin eru í mörgum tilvikum verulegur áhrifavaldur á land og þjóð hefur þótt ástæða til að setja þau í einskonar annál en annáll jökulhlaupa hefur áður verið gefinn út fyrir tímabilið 1967-1988.

Jarðhiti og eldgos undir jöklum er höfuðorsakavaldur jökulhlaupa en einnig eru fjölmörg jökulstífluð vötn á landinu sem hleypur úr.

Við efnisöflun fyrir þessa skýrslu er fyrst og fremst treyst á vatnshæðarmæla í þeim ám sem hlaup hafa komið í og unnt er að umreikna vatnshæðina í rennsli. Í öðru lagi eru til rennslismælingar Vatnamælinga Orkustofnunar á hlaupum þar sem vatnshæðarmælar eru ekki fyrir hendi eða gefa ekki viðunandi upplýsingar um rennsli. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa sums staðar skráð hjá sér hlaup og eru þau höfð með. Enn er að telja þær upplýsingar sem hafa borist frá mönnum er hafa orðið varir við ummerki hlaupa, ýmist íshröngl í farvegum eða tóm jökulstífluð lón. Þau þekkjast einkum af strönduðum jökum.

Skýrslan á pdf formi