Fréttir


Virkjun jarðhita með háa nýtni að markmiði

28.12.2005

Nýtni er lág ef eingöngu er unnin raforka úr orku háhitakerfa, þ.e.a.s. ef ekki er markaður eða aðstæður til að nýta þann varma sem af gengur til hitunar eða iðnaðar.

Í meginatriðum eru tvær leiðir til að bæta nýtnina:

  • Að bæta við vinnsluþrepum sem vinna raforku við lægri hita og þrýsting.
  • Að skila jarðhitageyminum varmann sem ekki er nýttur.

Þessar leiðir og samþætting þeirra eru í notkun hér í einhverjum mæli, t.d. er bæði þrepavinnsla og niðurdæling í Svartsengi.

Skýrslan ræðir kosti og galla, vandamál og úrlausnir við mismunandi leiðir.

Að skila aftur varma til jarðhitageymsins (niðurdæling) getur strandað á útfellingarvandamálum og meiri hætta er á útfellingum ef hiti í jarðhitavökvanum er felldur í fleiri vinnsluþrepum. Hvert kerfi krefst sinnar lausnar.

Skýrslan á pdf formi