Virkjun jarðhita með háa nýtni að markmiði
Í meginatriðum eru tvær leiðir til að bæta nýtnina:
- Að bæta við vinnsluþrepum sem vinna raforku við lægri hita og þrýsting.
- Að skila jarðhitageyminum varmann sem ekki er nýttur.
Þessar leiðir og samþætting þeirra eru í notkun hér í einhverjum mæli, t.d. er bæði þrepavinnsla og niðurdæling í Svartsengi.
Skýrslan ræðir kosti og galla, vandamál og úrlausnir við mismunandi leiðir.
Að skila aftur varma til jarðhitageymsins (niðurdæling) getur strandað á útfellingarvandamálum og meiri hætta er á útfellingum ef hiti í jarðhitavökvanum er felldur í fleiri vinnsluþrepum. Hvert kerfi krefst sinnar lausnar.
Skýrslan á pdf formi