Fréttir


Norðmenn undirbúa opnun Jan Mayen-hryggs fyrir olíuleit

15.12.2010

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að opnun hafsvæðisins á Jan Mayen-hrygg fyrir olíuleit. Tillaga að áætlun til mats á áhrifum olíuleitarstarfseminnar hefur nú verið send út til umsagnar af norska olíu- og orkuráðuneytinu. Liðin eru 16 ár frá því að Norðmenn hófu síðast að opna nýtt svæði fyrir olíuleit, og eru þetta því nokkur tíðindi almennt á sviði olíuleitar við Noreg.

Að auki sætir þetta tíðindum fyrir Íslendinga , því um er að ræða um 100.000 ferkílómetra svæði sem liggur til suðurs að Drekasvæðinu í íslenskri lögsögu. Þar af eru um þriðjungur, eða 32.750 ferkílómetrar, innan samningssvæðis Íslendinga og Norðmanna um landgrunnið á milli Íslands og Jan Mayen. Á því svæði á Ísland rétt á 25% þátttöku í rannsóknum og vinnslu á olíu og gasi.

 

Sjá nánar : 

http://www.regjeringen.no/nb/dep/oed/pressesenter/pressemeldinger/2010/startskuddet-for-apningsprosessen-av-hav.html?id=628366

 

http://www.regjeringen.no/upload/OED/pdf%20filer/Forslag_til_program_for_konsekvensutredning.pdf