Fréttir


Undirbúningur reglna um leyfisveitingar til olíuleitar og olíuvinnslu (19.01.2006)

19.1.2006

Íslendingar horfa m.a. til Færeyja varðandi fyrirmyndir að slíkri reglusetningu, en Færeyingar eru komnir nokkuð langt í setningu slíkra reglna bæði hvað varðar almennar reglur og reglur varðandi leyfin sjálf.

Einnig hefur verið horft til Noregs og hefur sendinefnd á vegum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis verið í Færeyjum til að skoða þessi mál. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar skal vinnu við smíði regluverksins vera lokið fyrir mitt ár 2007.

Almenn lög voru sett um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis árið 2001(sjá http://www.althingi.is/lagas/128b/2001013.html) en nauðsynlegt er að setja nánari reglur um málaflokkinn eigi fyrirtæki að sýni áhuga á að leita að olíu í íslenskri lögsögu. Ekki er þó hægt að fullyrða um það hvort fyrirtæki munu sýna íslenskum yfirráðasvæðum áhuga þó svo reglurnar verði til staðar, en þær eru í það minnsta forsendan.

Nokkrar frumathuganir hafa verið gerðar í íslenskri lögsögu sem gefið hafa vísbendingar um að vinnanlegt kolvetni sé að finna á suðurhluta Jan-Mayen hryggs.
Setning reglna um leyfi til rannsókna og vinnslu er forsenda þess að framhald verði á rannsóknum.

Orkustofnun fer með umsýslu olíumála fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.

Rætt var við orkumálastjóra í Morgunblaðinu um olíumál 18.1. sl., frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179918