Fréttir


Orkustofnun veitti Orkubúi Vestfjarða leyfi til stækkunar á Mjólkárvirkjun í Arnarfirði úr 10 MW í 12,05 MW þann 1. nóvember 2010.

30.11.2010

Framkvæmdir á grundvelli leyfisins, auðkenndar sem Mjólká II og III, skulu hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 31. desember 2011.

Við undirbúning að útgáfu leyfisins var málsmeðferð hagað eftir ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003 sem og ákvæðum reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005.

Umsókn Orkubús Vestfjarða  um virkjunarleyfi var kynnt í Lögbirtingablaðinu, sbr. 3. mgr. 34. gr. raforkulaga og 3. mgr. 8. gr. áðurnefndrar reglugerðar um framkvæmd raforkulaga, með auglýsingu, dags. 11. maí 2010. Þar gafst þeim aðilum sem málið varðar færi á því að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Engar athugasemdir bárust.
Framkvæmdir á grundvelli leyfisins, auðkenndar sem Mjólká II og III, skulu hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 31. desember 2011. Framkvæmdir, auðkenndar sem Mjólká I og IV, skulu hefjast innan 10 ára og ljúka innan 15 ára frá veitingu leyfisins. Virkjun á grundvelli framkvæmda, auðkenndum sem Mjólká I-IV, skal vera komin í rekstur innan 15 ára sbr. 2. mgr. 4.gr. raforkulaga.

- Leyfið.