Fréttir


Meðalafköst háhitaholna

25.11.2010

Árið 2008 voru 102 borholur í rekstri á íslenskum virkjanasvæðum og nam meðalmassaframlag hverrar holu 0,78 milljón tonn og meðalfrumorkuframlag 1,19 PJ.

Háhitaholurnar gáfu að meðaltali 5 MWe miðað við 4.038 GWh raforkuvinnslu árið 2008. Ekki eru þó allar boraðar holur tengdar við virkjun en samtals hafa verið boraðar 126 borholur frá 1980 til 2006 sem lækkar meðalafköstin í 4 MWe. Meðalafl háhitaholna á heimsvísu var talið vera nær tvöfalt minna eða 2 MWe fyrir nær tveimur áratugum síðan. Á árunum 2007 og 2008 voru boraðar samtals 53 borholur aðallega fyrir nýjar virkjanir sem ekki hafa verið gangsettar og því er ekki tekið tillit til þeirra.

Á meðfylgjandi mynd eru borholur sem voru í rekstri einhvern hluta ársins 2008 flokkaðar eftir frumorkuframlagi, en framlag þriðjungs holna reyndist vera á bilinu 0-0,5 PJ. Með hækkandi framlagi fækkar holum líkt og búast má við ef um lognormal- eða veldisdreifðar stærðir er að ræða. Slíkar dreifingar með sama heildarfjölda holna og afrúnuð gildi eru settar fram til hliðsjónar.

Dreifing-frumorkuframlags-borholna_skyrsla_2010

Dreifing frumorkuframlags borholna í rekstri í íslenskum jarðvarma­virkjunum árið 2008 ásamt lognormal- og veldisdreifingum með sama heildarfjölda. Væntifjöldi samfelldra lognormal- og veldisdreifinga er námundaður að næstu heilu tölu innan hvers bils.