Fréttir


Málþing um eignarhald og áhættutöku orkufyrirtækja

23.11.2010

Stýrihópur um heildstæða orkustefnu stendur fyrir málþingi um eignarhald orkufyrirtækja og áhættutöku sem tengist rekstri þeirra.

Staður: Askja, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, stofa 132

Stund: Föstudagur 26. nóvember kl. 13:30-15:30


Sérstakur gestur málþingsins er Einar Hope, prófessor emeritus við norska viðskiptaháskólann í Bergen og sérfræðingur á sviði orkuhagfræði.

Dagskrá:


  • Steingrímur  J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Stefna stjórnvalda varðandi eignarhald á orkufyrirtækjum.

  •  Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ.

Starf stýrihóps um heildstæða orkustefnu.

  •  Gunnar Tryggvason, ráðgjafi hjá KPMG.

Samanburður á þróun eignarhalds orkufyrirtækja á Íslandi og í nágrannalöndunum.

  • Einar Hope, prófessor emeritus við norska viðskiptaháskólann í Bergen. 

Ownership, liberalisation and competition.  Fyrirlesturinn verður á ensku.

  •  Pallborðsumræður og fyrirspurnir.

 

Fundarstjóri: Helga Barðadóttir, sérfræðingur í iðnaðarráðuneyti.

 

Ókeypis aðgangur, allir velkomnir.