Styrkir úr Orkusjóði
Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði.
“að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda”
“að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi”
“að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni”
Á árinu 2006 styrkir Orkusjóður verkefni á eftirtöldum sviðum í þeim mæli sem fjármunir hans hrökkva til:
a. Verkefni sem leiði til hagkvæmrar orkunotkunar
Sérstök áhersla er lögð á:
1. að stuðla að hagkvæmri orkunýtingu og orkusparnaði
2. að afla þekkingar á þessum sviðum og miðla henni
3. að hvetja til rannsókna- og þróunarstarfs er að þessu miðar
b. Verkefni sem leiði til minni eða hagkvæmari notkunar jarðefnaeldsneytis
Sérstök áhersla er lögð á:
1. þekkingaröflun og samstarf
2. nýjar leiðir til orkuöflunar/orkuframleiðslu
3. vistvænt eldsneyti
Umsóknarfrestur er til 10. mars 2006. Umsóknum skal skilað til Orkusjóðs, Borgum við Norðurslóð, Pósthólf 102, 602 Akureyri. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sjóðsins og einnig má fylla út og prenta rafrænt eyðublað.
Umsóknareyðublað sem hægt er að fylla út og prenta
Verklagsreglur Orkuráðs við meðferð láns- og styrkumsókna úr Orkusjóði
Upplýsingar um Orkusjóð
Starfsmaður Orkusjóðs er Jakob Björnsson, jbj@os.is, s. 569 6083.