Fréttir


Dýptarkort stöðuvatna á Ófeigsfjarðarheiði

20.3.2006

Nú hafa dýptarkort nokkurra stöðuvatna á Ófeigsfjarðarheiði bæst í þetta safn. Þau eru byggð á dýptarmælingum niður í gegnum ís, sem starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu í tveimur leiðöngrum á árunum 2001 og 2002.

Kortin eru gerð af Brynju Guðmundsdóttur hjá Samsýn ehf. á kostnað Orkustofnunar. Út er komin skýrsla með dýptarkortunum, en jafnframt verða þau aðgengileg hvert um sig innan skamms í gegnum Gagnavefsjá, á sama hátt og önnur slík kort.

Skýrslan í heild sinni OS-2006/002