Fréttir


Norrænar orkurannsóknir (NEF) auglýsa styrki til verkefna á sviði orkumála

29.3.2006

Norrænar orkurannsóknir óska eftir forumsóknum um styrki til verkefna á sviði orkumála fyrir tímabilið 2007-2010. Hugmyndir að verkefnum þurfa að berast sjóðnum fyrir 19. maí n.k. Stjórn sjóðsins velur úr þeim hugmyndum sem berast og tilkynnir um þau verkefni sem þykja hæf til frekari styrkumsóknar.

Við val á verkefnum er horft til eftirfarandi málaflokka:

  • Þróunar orkumarkaða
  • Endurnýjanlegra orkugjafa
  • Orkuhagkvæmni
  • Vetnissamfélagsins
  • Áhrifa loftslagsbreytinga á umhverfi orkumála


Verkefnin skulu falla að einum eftirtalinna flokka:

  • Uppbygging á  færni og hæfni
  • Nýsköpun og markaðsþróun
  • Samþætting á færni og nýsköpun


Mánudaginn 24. apríl kl. 14:00-16:00 verður upplýsingafundur Norrænna orkurannsókna fyrir þá sem vilja sækja um styrk.
Fundurinn verður haldinn í Stensberggata 25 í Osló.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Norrænna orkurannsókna:
www.nordicenergy.org

Fulltrúi Íslands í stjórn Norrænna orkurannsókna er Helga Barðadóttir, Orkustofnun.