Fréttir


Orkutölur 2010 komnar á vefinn

17.11.2010

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út bæklinginn Orkutölur. Bæklingurinn sýnir talnaefni um ýmsa orkuþætti á Íslandi í mynda- og töfluformi.

Orkutölur 2010 (íslensk útgáfa) og Energy Statistics 2010 (ensk útgáfa) sem komu út í október sl. telur 12 blaðsíður og spannar margvíslegar upplýsingar um orkumál, s.s. samanburð á orkuverði til húshitunar, kort af raforkukerfi á Íslandi, jarðhitanotkun ársins 2009, notkun eldsneytis innanlands og í samgöngum 1983-2009, frumorkunotkun á Íslandi 1940-2009, raforkuvinnslu á Íslandi 2009 og 2008, raforkunotkun árið 2009 og jarðhitakort.


Ívar Þorsteinsson, Haukur Eggertsson, Jónas Ketilsson og Ágústa Loftsdóttir tóku saman efnið.

Orkutölurnar fást án endurgjalds og er hægt að nálgast þær hjá Orkustofnun.

Fyrri pantanir óskast endurnýjaðar, í síma  569-6000  eða með tölvupósti á gb@os.is.

Einnig er hægt að nálgast smáritið á pdf-formi á útgáfusíðum vefs Orkustofnunar.