Freysteinn Sigurðsson heiðraður
Freysteini hlotnaðist svokölluð "Pump Handle Award" ársins 2006, sem veitt eru fyrir einstakt framlag í þágu betra og heilnæmara neysluvatns. Nafnið á viðurkenningunni vísar til þess atburðar, þegar upphafsmaður sóttvarnalækninga, enski læknirinn John Snow, fjarlægði handfangið af brunndælu til að stöðva kólerusýkingu í Lundúnum um miðja nítjándu öld. Freysteinn Sigurðsson hefur starfað sem jarðfræðingur á Orkustofnun í áratugi, fyrst í námsleyfum frá 1959 og sem fastur starfsmaður frá 1975, með aðalábyrgðarsvið tengd vatnajarðfræði, vatnafari, grunnvatnsmálum og neysluvatnsmálum.