Fréttir


Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

30.5.2006

Nýtt starfsár hófst hjá Jarðhitaskólanum 2. maí sl. Þetta er tuttugasta og áttunda starfsárið.

Tuttugu og einn nemandi frá 12 löndum munu stunda sex mánaða sérfræðinám við skólann að þessu sinni. Þau koma frá Aserbaijan 1, Filippseyjum 2, Indónesíu 3, Íran 2, Kenýa 2, Kína 2, Kostaríka 2, Mongólíu 2, Níkaragúa 1, Tansaníu 1, Tyrklandi 1 og Úganda 2. Þau eru öll með háskólapróf í raungreinum eða verkfræði, a.m.k. eins árs starfsreynslu við jarðhita og eru í föstum störfum við rannsóknir eða nýtingu jarðhita í heimalöndum sínum.

Auk þessara nemenda eru þrír í meistaranámi við Háskóla Íslands á vegum Jarðhitaskólans og sex munu væntanlega bætast við síðar á árinu. Árin 1979-2005 hafa  338 nemandur frá 39 löndum lokið sex mánaða námi við Jarðhitaskólann og átta útskrifast með meistaragráðu frá 2000 þegar meistaranám hófst í samvinnu við Háskóla Íslands.

Jarðhitaskólinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Orkustofnunar. Kennarar og leiðbeinendur skólans koma einkum frá Íslenskum orkurannsóknum og Háskóla Íslands.

frett_30052006

Á myndinni eru talin frá vinstri: Yang Quanhe (Kína), Nyambayar Tsend-Ayush (Mongólía), Joseph Patrick Odong Okedi (Úganda), Evanson Munene Nyagah (Kenía), Jorge Isaac Cisne Altamirano (Níkaragúa), Alejandro Rodriguez Badilla (Kostaríka), Manuel Antonio Barrantes Viquez (Kostaríka), Irada Shamar Ibrahimova (Aserbaijan), Ali Ahmadi Nassirabad (Íran), Wang Wei (Kína), Ali Rakhshani Moghaddam (Íran), Özge Can Atas (Tyrkland), Dan Mainza (Úganda), Sukhgerel Javzan (Mongólía), Johnson W. Ndege (Kenía), Ronaldo R. Pendon (Filippseyjar), Ahmad Yani (Indónesía), Jacob Manoni Mayalla (Tansanía), Tesha (Indónesía), Roy Bandoro Swandaru (Indónesía), Erlindo Angcoy (Filippseyjar).