Fréttir


Gróður á háhitasvæðum í Krýsuvík, Grændal og á Hveravöllum

23.6.2006

Skýrslan er liður í gagnaöflun vegna annars áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafl og jarðvarma. Meginmarkmiðið er að fá yfirlit yfir einkenni háhitasvæða og þróa aðferð til að meta verndargildi þeirra.

Sumarið 2005 voru rannsökuð þrjú háhitasvæði á Hveravöllum á Kili, í Grændal norðan við Hveragerði og í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Gróðurfélög og yfirborðsgerðir voru kortlögð í mælikvarðanum 1:5000 og jarðhitagróðurfélögum lýst. Skráðar voru háplöntur mosar og fléttur og mældur hiti í jarðvegi og í lækjum. Auk þess voru skráðar almennar upplýsingar um hverasvæðin.

Sumarið 2006 og 2007 verða fleiri háhitasvæði rannsökuð.

Skýrslan á pdf formi