Fréttir


Orkusetur stuðlar að skilvirkri orkunotkun

3.7.2006

Á vef orkuseturs má finna ýmislegt sem tengist orkunotkun almennings. Þar á meðal eru reiknivélar þar sem skoða má bæði eldsneytis- og rafmagnsnotkun.

Bera má saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða og sömuleiðis er hægt að reikna út kostnað við innanbæjar- og utanbæjarakstur. Með rafmagnsreiknivélinni er hægt að bera saman slæma og góða orkunýtni og átta sig á ólíkum rekstrarkostnaði sambærilegra raftækja. Almenn orkunotkun á íslandi er mjög mikil en henni má skipta niður í raforku, hita, og eldsneyti. Á vefnum má finna leiðir til að draga úr orkunotkun á öllum þessum sviðum, hjá heimilum og fyrirtækjum.

Sjá nánar: http://www.orkusetur.is/