Fréttir


Teikningaskrá 1938-1998 á vefsíðu Orkustofnunar

12.11.2010

Í teikningasafni Orkustofnunar 1938-1998 eru um 37500 teikningar og hefur skrá yfir safnkostinn hingað til aðeins verið aðgengileg í Oracle gagnagrunni innan stofnunarinnar. Nú hafa nokkrir efnisþættir úr skránni verið birtir á vefsíðu OS og er hægt að leita að upplýsingum eftir nokkrum leiðum.

Teiknistofa Orkustofnunar sá um gerð teikninga, korta, línurita, glæra, veggspjalda og annars myndefnis sem til þurfti í starfseminni, auk verkefna sem lutu að útgáfumálum. Einar Þorláksson starfsmaður Raforkumálastjóra og OS 1954-2000 skráði allar teikningar sem gerðar voru á teiknistofunni. Starfsemi hennar hætti um síðustu aldamót, en ný tækni var þá komin almennt til sögunnar og sérfræðingar stofnunarinnar farnir sjálfir að vinna þá verkþætti sem teiknistofan hafði áður sinnt. Teikningarnar eru flestar varðveittar á filmum í skjalasafni OS, en safnið hefur ekki verið skannað nema að litlum hluta og ekki kerfisbundið. Nú er mögulegt að skoða teikningaskrána á netinu eftir ártali í númeraröð eins og hún kom frá upphaflegum skrásetjara, en jafnframt má leita eftir númeri teikningar og eftir staðarnafni eða öðru leitarorði í textasvæði. Leitarniðurstöður í þessari gerð skrárinnar sýna teikningarnúmer, ártal, stærð og lýsingu.

http://www.orkustofnun.is/orkustofnun/gagnasofn/teikningasafn/