Styrkveitingar úr Orkusjóði
Styrkveitingar Orkusjóðs voru auglýstar í febrúar sl. með umsóknarfresti til 10. mars.
Alls bárust 28 umsóknir samtals að upphæð 227,9 milljón krónur. Til ráðstöfunar á árinu voru 25 m.kr.
Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um úthlutun styrkja til eftirgreindra 12 verkefna samtals að upphæð kr. 21.970.000 Ein umsókn bíður úrskurðar ráðherra.
VERKEFNI | STYRKUR |
---|---|
Veður- og orka 2004-2007 (þriðji áfangi) | 6.000.000 |
Tæknibúnaður til stýringar á eiginleikum kísils í jarðhitavatni |
2.500.000 |
Námsefnisgerð um orkumál |
620.000 |
Umhverfisvænir orkugjafar - metanknúnar bifreiðir |
915.000 |
Hagkvæm uppblöndun fyrir heita potta |
2.000.000 |
Fræðslubók á íslensku - vistvæn raforkukerfi og -markaður |
1.550.000 |
Varmageymir í bifreiðir til forhitunar fyrir ræsingu |
1.800.000 |
Síritandi háhitamælir fyrir borholur |
1.325.000 |
Framhald á verkefni - Auðlindakort fyrir Hrunamannahrepp |
1.500.000 |
Lífsferilskostnaður vegna raforkuvinnslu (seinna styrkár) |
2.000.000 |
Koltvísýringsvarmadælur á Íslandi |
1.000.000 |
Undirbúningur fyrir stofnun MOF - Miðstöð rannsókna á orkuferlum |
760.000 |