Fréttir


Fyrirvaralausar rekstrartruflanir í raforkukerfinu 1992-2002

Skýrsla um fyrirvaralausar rekstrartruflanir í orkukerfinu 1992–2002

26.7.2006

Þegar rekstrartruflun í raforkukerfinu veldur skerðingu á orku til viðskiptavina (notenda) er metið hversu víðtæk hún er, hvaða hópar notenda verða fyrir henni og hversu mikil hún er í orkueiningum.

Skipting skerðingar eftir einingum raforkukerfisins er ólík milli ára. Þannig eru 90–99% skerðingar vegna truflana í flutnings- og aðveitukerfum, 0,3–1,7% eru vegna truflana í lágspenntum dreifikerfum og afgangurinn vegna truflana í raforkuverum sem eru engar sum ár en geta farið upp í 5–8%.

Í samantektinni er sýndur straumleysistími á ári, reiknaður sem hlutfall milli skertrar orku til notenda og heildarorkuvinnslu, margfaldað með fjölda mínútna í heilu ári, á þessu tímabili 62 til 712 mínútur. Skerðing á tímabilinu til endanlegra notenda nam frá 953 til 6.153 MWh. Árin 1992 og 1995 skera sig úr að því er varðar straumleysistíma og orkuskerðingu. Árið 1992 er fyrsta heila ár skráningar allra aðila að START og var mikið um truflanir það ár, 1995 sker sig úr einkum vegna mikilla truflana af völdum fannfergis og óveðra en það ár urðu snjóflóðin á Súðavík og Flateyri.

Skýrsluna hefur gert starfshópur um rekstrartruflanir (START) sem er samstarfsvettvangur helstu raforkufyrirtækja landsins auk Orkustofnunar um skráningu rekstrartruflana og mat á kostnaði notenda vegna straumleysis.

Skýrslan á pdf-formi