Fréttir


Elko hlýtur viðurkenningu fyrir merkingar raftækja

12.9.2006

Á dögunum veitti Orkusetur fyrirtækinu Elko viðurkenningu fyrir átak í merkingum raftækja í verslunum sínum.

Rafmagnsnotkun til heimilisnota eykst stöðugt og hefur aukist um fimmtung undanfarinn áratug.

Til að þrýsta á framfarir í bættri nýtni raftækja setti Evrópusambandið reglur um merkingar sem aðstoða neytendur að bera saman orkunotkun tækja af sömu gerð. Þessar reglugerðir hafa verið teknar upp hér á landi og samkvæmt lögum um merkingar og upplýsingaskyldu eiga seljendur að veita neytendum upplýsingar um orkunotkun viðkomandi tækja.

Orkusetur hefur hleypt af stað verkefni tengdum merkingum raftækja. Til að aðstoða neytendur að finna tækin með bestu orkunýtnina mun Orkusetrið merkja þau sérstaklega með þar tilgerðum seglum sem festir verða á tækin.


frett_12092006

Árni Þór Árnason verslunarstjóri ELKO tekur við viðurkenningunni úr hendi Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs.