Fréttir


Málþing um sjálfbærar byggingar

12.9.2006

Hönnun og útfærsla sjálfbærra bygginga hefur lítið verið í umræðunni hér á Íslandi og erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í þeim málum. Áhuginn hefur þó verið að glæðast og verður efnt til málþings þann 20. september kl. 12:30 til 17:00 til að koma umræðunni af stað. Á málþinginu verður fjallað um sjálfbær hús í bæði íslensku og alþjóðlegu samhengi og möguleikarnir á Íslandi skoðaðir sérstaklega.

Auk íslenskra sérfræðinga mun einn erlendur fyrirlesari tala á málþinginu. Hann heitir Varis Bokalders og er einn þekktasti arkitekt Svíþjóðar á sviði sjálfbærra bygginga og byggðahverfa. Hann hefur til margra ára kennt við konunglega tækniháskólann (KTH) í Stokkhólmi hvernig byggja á í sátt við umhverfið og komið að slíkum verkefnum víða um heim.

Sjá meðfylgjandi dagskrá

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.