Málþing um sjálfbærar byggingar
Auk íslenskra sérfræðinga mun einn erlendur fyrirlesari tala á málþinginu. Hann heitir Varis Bokalders og er einn þekktasti arkitekt Svíþjóðar á sviði sjálfbærra bygginga og byggðahverfa. Hann hefur til margra ára kennt við konunglega tækniháskólann (KTH) í Stokkhólmi hvernig byggja á í sátt við umhverfið og komið að slíkum verkefnum víða um heim.
Sjá meðfylgjandi dagskrá
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.