Sjálfbær orkukerfi 2050 - Norræni Orkusjóðurinn auglýsir eftir tillögum að rannsóknarverkefnum.
Þau svið sem lögð er áhersla á, eru endurnýjanlegir orkugjafar, markaður og dreifikerfi og vistvænar samgöngur. Í umsókninni þarf að leggja áherslu á a.m.k. tvö eða þrjú ofangreind svið.
Norrænar orkurannsóknir (NEF) opnuðu þann 25. október, kall til umsókna um sjálfbær orkukerfi 2050. Umsóknarþrepin eru tvö, og er frestur til að skila inn for-umsóknum 16. desember 2010. Sjálfbær orkukerfi munu vera megináhersla NEF árin 2011-2014 og er fjármagn til úthlutunar 100 milljónir norskra króna næstu fjögur árin.
Þau svið sem lögð er áhersla á, eru endurnýjanlegir orkugjafar, markaður og dreifikerfi og vistvænar samgöngur. Í umsókninni þarf að leggja áherslu á a.m.k. tvö eða þrjú ofangreind svið.
Styrkveitingar verða tvíhliða; rannsóknarverkefni þar sem rannsóknastofnanir og háskólar geta sótt um og iðnaðarverkefni þar sem iðnaðarfyrirtæki geta sótt um ásamt rannsóknastofnunum og háskólum. Þátttakendur skulu vera frá þremur norrænum ríkjum hið minnsta.
Allar nánari upplýsingar um kallið og umsóknarferlið er að finna hér: