Fréttir


Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sþ 2006

19.9.2006

Gestafyrirlesari Jarðhitaskólans á þessu ári er Hagen Hole, borverkfræðingur frá Nýja Sjálandi.

Hole útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Auckland háskóla á Nýja Sjálandi 1976 og hefur síðan unnið við borráðgjöf, eftirlit og verkefnisstjórn í stórum borverkefnum í Indónesíu (1978-1980, 1991-1998), Eþíópíu (á vegum Sameinuðu þjóðanna 1980-1985), Kenýa (1985-1987, 1989-1991, 1997-2000), og Nýja Sjálandi (1987-1989, 1991-1997, 2000-2006).

Á Nýja Sjálandi hefur hann starfað mest hjá GENZL og Geothermal Consultants (NZ) Ltd. ráðgjafafyrirtækjunum og verið í verkefnum á Nýja Sjálandi, Indónesíu, Japan, Mexíkó, St. Lucia, Asoreyjum og Þýskalandi. Hole kenndi borverkfræði við Jarðhitaskólann í Auckland á Nýja Sjálandi 1986–2000.

Undanfarin tvö ár hefur Hole m.a. verið ráðgjafi Jarðborana hf. við loftboranir á Hellisheiði og í Trölladyngju. Það er mikið lán fyrir Jarðhitaskólann og íslenska jarðhitasamfélagið að fá fyrirlesara með svo einstaka reynslu.

Hagen Hole flytur fyrirlestra sína í Víðgelmi í Orkugarði, Grensásvegi 9, dagana 25.-29. september og hefjast þeir kl. 9:00.

Efni fyrirlestranna er sem hér segir:


Mán. 25. sept.      Aerated Fluids for Drilling of Geothermal Wells
Þri. 26. sept.      Directional Drilling of Geothermal Wells
Mið. 27. sept.      Drilling Services Contracts for Geothermal Well Drilling
Fim. 28. sept.      Geothermally Heated Greenhouses at Oserian Farm, Lake Naivasha, Kenya
Fös. 29. sept.      The Life and Times of a "Kiwi" Geothermal Drilling Engineer

Fyrirlestranir eru öllum opnir