Fréttir


Útgáfa: Energy in Iceland - 2. útgáfa

29.9.2006

Út er komin 2. útgáfa ritsins Energy in Iceland - Historical Perspective, Present Status, Future Outlook.

frett_29092006Meðal efnis í ritinu, sem telur 40 blaðsíður, er sögulegt yfirlit um orkumál á Íslandi, greint er frá orkuauðlindum Íslands og orkuvinnslu, sagt frá lagalegu umhverfi orkumála og litið til framtíðar, einkum með endurnýjanlega orkugjafa í huga.

Ágústa S. Loftsdóttir og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir tóku efnið saman og iðnaðarráðherra skrifaði inngang. Ritið prýða fjölmargar ljósmyndir úr íslensku umhverfi og einnig er talnaefni um orkumál gerð góð skil í myndum og töflum. Myndina á forsíðu tók Oddur Sigurðsson og er hún birt með góðfúslegu leyfi hans.

Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði og braut ritið um og GuðjónÓ sá um prentun.

Ritið kom fyrst út á íslensku í nóvember 2003 en í enskri þýðingu þremur mánuðum síðar, í febrúar 2004. Báðar útgáfur eru fyrir nokkru uppseldar og þótti full þörf á að ráðast í endurskoðaða útgáfu, þar sem ritið hefur reynst kærkomið upplýsingarit fyrir ýmsa erlenda aðila sem fjalla um orkumál.

Ritinu er dreift án endurgjalds og fæst hjá Orkustofnun.

Á enskum síðum vefs Orkustofnunar getur að líta upplýsingar um nýlega útgáfu stofnunarinnar á ensku.