Lokað hjá Orkustofnun frá 14:25 vegna kvennafrídags
Árið 2010 er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Í ár eru 35 ár liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, 95 ár liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt, 80 ár eru liðin frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands, 40 ár frá stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar, 30 ár frá forsetakjöri Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá stofnun Stígamóta og15 ár frá samþykkt Pekingáætlunarinnar.
Orkustofnun óskar öllum íslenskum konum til hamingju með daginn.