Fréttir


Lokað hjá Orkustofnun frá 14:25 vegna kvennafrídags

25.10.2010

Í tilefni kvennafrídagsins hefur Orkustofnun ákveðið að loka móttökunni að Grensásvegi 9 frá kl. 14:25. Þetta er gert til að gefa þeim konum sem starfa hjá Orkustofnun tækifæri til að taka þátt í hátiðahöldum í tilefni dagsins.

Árið 2010 er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Í ár eru 35 ár liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, 95 ár liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt, 80 ár eru liðin frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands, 40 ár frá stofnun  Rauðsokkuhreyfingarinnar, 30 ár frá forsetakjöri Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá stofnun Stígamóta og15 ár frá samþykkt Pekingáætlunarinnar.

Orkustofnun óskar öllum íslenskum konum til hamingju með daginn.