Fréttir


Iceland Geothermal 2010

25.10.2010

Ráðstefnan um hinn íslenska jarðvarmaklasa þar sem Michael Porter mun flytja aðalerindið verður haldin í Háskólabíó þann 1 nóvember næstkomandi.  Við vekjum athygli á afar athyglisverðri dagskrá og fjölda áhugaverðra erinda. 

Ráðstefnan verður haldin í Háskólabíói þann 1. nóvember næstkomandi undir heitinu „Iceland geothermal 2010“. Þar munu Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla, og hans nánasti samstarfsmaður, Dr. Christian Ketels, kynna niðurstöður rannsóknar á hinum íslenska jarðhitaklasa sem þeir hafa unnið að undanfarið ár í samvinnu við okkur í Gekon og KPMG. Erindi Dr. Porters ber yfirskriftina „Icelandic Geothermal: Turning the Cluster into an engine of renewed Icelandic growth”.

Nánari upplýsingar: http//:www.icelandgeothermal.is