Fréttir


Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum- kynningafundir 2. og 3. nóv

22.10.2010

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum.

Margar samnorrænar stofnanir senda fulltrúa á þingið, og var tækifærið nýtt til þess að vera með sameiginlegar kynningar á þeim stofnunum sem veita mestu fé í styrki. Fundirnir eru skipulagðir af því átaksverkefni sem undirritaður heldur utan um og haldnir í samvinnu við Norræna húsið. Fundirnir verða þrír og eru þemaskiptir:

- Styrkir til menningar og lista, 2. nóvember kl. 15-17, Listaháskóli Íslands
- Styrkir til nýsköpunar og rannsókna, 3. nóvember kl. 9-11, Norræna húsið
- Styrkir til umhverfis- og orkumála, 3. nóvember kl. 14-16, Norræna húsið

Styrkirnir eru fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga, þó breytilegt eftir sviðum.

Skráning á kynningarfundina fer fram á netfanginu: norden@nmi.is - nauðsynlegt er að tilkynna á hvaða fund er verið að skrá mætingu. Vinsamlegast tilkynnið mætingu fyrir 1. nóvember.

Endilega komið upplýsingum um kynningafundina á framfæri við sem flesta.

Nánari upplýsingar um kynningafundina er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: