Fréttir


Ísland og Bandaríkin skrifa undir samning um nýtingu á hreinni orku frá jarðhita

6.10.2010

Ísland og Bandaríkin skrifuðu í dag undir samning sem miðar að aukinni þekkingu á jarðhitatækni um heim allan og frekari nýtingu hennar.  Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arrega, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu.

Í dag skrifuðu Ísland og Bandaríkin undir tvíhliða samning sem miðar að því að auka þekkingu í heiminum á háþróaðri IPGT signing 06.10.2010jarðhitatækni og hraða upptöku hennar. Samningurinn var undirritaður af sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis Arreaga, og iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur í Þjóðmenningarhúsinu. Nýi samningurinn, sem kallast "Samvinna um vísinda- og tæknilegar rannsóknir og nýtingu á jarðhita" ( "Scientific and Technological Cooperation on Geothermal Research and Development"), er hannaður til að leyfa skipti á vísindamönnum, samvinnu- og kennsluverkefni til að hraða háþróaðri nýtingu á jarðhita, og til að kanna þær hindranir sem standa í vegi fyrir aukinni nýtingu á þessum endurnýjanlega orkugjafa. Sannreyning á nýjustu tækni við jarðhitanýtingu mun draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í báðum löndum, og þar með draga úr kolefnislosun og skapa ný störf við jarðhitarannsóknir, -nýtingu og -framkvæmdir.

Undirritun tvíhliða samningsins milli Íslands og Bandaríkjanna er þáttur í viku af fjölþjóðlegum fundum um jarðhita sem haldnir eru 3.-7. október í Orkugarði. En þar hittast fulltrúar frá löndum um allan heim í vinnuhópum sem eru skipulagðir með það í huga að greiða fyrir hönnun á háþróuðum og hagkvæmum tækniaðferðum við nýtingu á jarðhita, auka notkunarmöguleika á þessari tækni erlendis, ásamt því að fjallað var um önnur atriði er jarðhita varða. Á fundum vikunnar eru fulltrúar, auk Íslands, m.a. frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi,  Ítalíu, Japan, Kanada, Mexíkó, Noregi, Nýja Sjálandi, Slóvakíu, Spáni, Suður-Kóreu, Sviss, Tékklandi og Þýskalandi.

Í vikunni var einnig fundað á vegum hins Alþjóðlega samtaks um jarðhitatækni ( e.  International Partnership for Geothermal Technology; IPGT) sem var stofnað árið 2008 af Íslandi, Ástralíu og Bandaríkjunum og í dag bættist Sviss við sem aðildarland að samstarfinu. IPGT beinir athyglinni að hátækni og auknum afköstum jarðvarmakerfa sem munu auka orkuöryggi og draga úr loftslagsbreytingum af völdum kolefnislosunar. Sviss er fjórða landið sem tekur þátt í IPGT samstarfinu sem styrkir fjölþjóðlega aukningu á nýtingu á jarðhita sem orkugjafa.

IPGT stefnir að því að auka nýtingu á jarðhita á alþjóðavísu, með því að byggja á uppsafnaðri þekkingu sérfræðinga á þessu sviði. Svissneskir sérfræðingar koma inn í IPGT samstarfið með tæknilega þekkingu á tilbúnum jarðskjálftum, sem er atriði sem bætist við hin sex lykilatriðin sem fjallað er um í IPGT og eru metin sem grundvöllur fyrir þróun á jarðhitanýtingu í löndunum. Nánari upplýsingar um IPGT er að finna á vefsíðunni http//:internationalgeothermal.org.