Fréttir


Orkuteljarinn - heitt vatn, rafmagn og olía

9.10.2006

Lögbundið hlutverk Orkustofnunar er að hafa eftirlit með orkunotkun í landinu.

Mikil vinna er falin í viðhaldi á þessu virka eftirliti og til auðvelda okkur að fylgjast með orkuneyslu landans hefur verið settur upp Orkuteljari á forsíðu Orkuseturs. Þar má fylgjast með orkunotkun landsmanna á heitu vatni, rafmagni og olíu.

Á Orkuteljaranum má sjá að neyslan er bæði hröð og mikil. Markmið Orkuseturs er auðvitað að hægja á þessari neyslu.