Fréttir


Raforkuframleiðsla hafin í Hellisheiðarvirkjun

10.10.2006

Stöðug framleiðsla fyrstu vélarsamstæðu Hellisheiðarvirkjunar hófst 1. október og er uppsett afl hennar 45 MW. Öll raforkan fer inn á kerfi Landsnets hf. Stefnt er að því að næsta vélasamstæða, jafnöflug hinni fyrstu, verði komin í fulla notkun eftir rúmar þrjár vikur. Orkan er öll notuð í álveri Norðuráls á Grundartanga.

Raforkuvinnsla með jarðhita hefur aukist mikið á undanförnum árum og nam árið 2005 um 1.658 gígavattstundum sem er um 19% af heildarrafmagnsframleiðslu ársins.

Í meðfylgjandi töflu má sjá afl raforkuvera og skiptingu raforkuvinnslunnar eftir raforkugjafa 2005 og 2004. (Heimild: Orkutölur 2006)

frett_10102006_3