Fréttir


Minnisvarði um Sigurjón Rist

10.10.2006

Föstudaginn 6. október var afhjúpaður minnisvarði um Sigurjón Rist (1917-1994) forstöðumann Vatnamælinga Orkustofnunar til ársins 1987.

Föstudaginn 6. október var afhjúpaður minnisvarði um Sigurjón Rist (1917-1994) forstöðumann Vatnamælinga Orkustofnunar til ársins 1987.

Sigurjón hóf starf sitt við vatnamælingar í byrjun árs 1947. Þá hófst jafnframt sú starfsemi sem nefnd hefur verið Vatnamælingar raforkumálastjóra og síðar Orkustofnunar eftir að hún var sett á laggirnar 1967. Fyrstu tíu árin var Sigurjón eini fastráðni starfsmaður Vatnamælinga. Á þessum frumbýlingsárum byggði hann að heita má einsamall upp kerfisbundnar vatnamælingar í öllum landshlutum. Sigurjón veitti Vatnamælingum Orkustofnunar forstöðu allt til ársins 1987 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur á Orkustofnun, flutti ávarp í kaffisamsæti í Hálendishóteli við Hrauneyjar í kjölfar afhjúpunarinnar og er ávarpið birt hér.

Myndirnar sem hér fylgja tók Guðmundur Þórðarson af minnisvarðanum um Sigurjón Rist við Hald á Tungnaá og eru myndirnar birtar með góðfúslegu leyfi hans.

frett_10102006_1

frett_10102006_2