Fréttir


Fyrirlestrar Orkuþings aðgengilegir á pdf-formi

16.10.2006

Orkuþing 2006 er afstaðið og var hið glæsilegasta í alla staði. Þingið var haldið á Grand-Hótel Reykjavík og fór aðsókn fram úr björtustu vonum. Skráðir gestir voru rúmlega 500 talsins, en til samanburðar voru um 400 manns sem sóttu Orkuþing 2001. Samorka, samtök raforku- hita- og vatnsveitna hafði veg og vanda að undirbúningi þingsins og á mikið lof skilið fyrir.

Erindi þingsins voru um 100 talsins og hafa þau verið gefin út í veglegu ráðstefnuriti sem var innifalið í þátttökugjaldi þingsins. Á vef Samorku má jafnframt nálgast fyrirlestrana á pdf-formi.

Efnisyfirlit fyrirlestranna

Orkuþing verður næst haldið eftir fimm ár, árið 2011.