Jarðhitavika í Orkugarði
Vikuna 4-8 október verður margt um manninn í Orkugarði, en hingað til lands eru komnir yfir 100 sérfræðingar tengdir jarðhita úr fjórum heimsálfum vegna funda um jarðhitamál sem hér verða haldnir undir sameinginlega heitinu "Geothermal Week in Reykjavík".
Um er að ræða eftirfarandi viðburði sem Orkustofnun og ÍSOR beittu sér fyrir að haldnir yrðu hérlendis í einni og sömu vikunni:
- Alþjóðlegan vinnufund um jarðskjálfta sem verða við vinnslu jarðhita (induced seismicity). Fundurinn er skipulagður í sameiningu af bandaríska orkuráðuneytinu (DoE - Department of Energy) og hinu fjölþjóðlega ESB- og GEORG-styrkta GEISER verkefni sem ÍSOR er virkur þátttakandi í. Hann sækja margir helstu sérfræðingar heims á þessu sviði frá Evrópu, Ameríku, Japan og Eyjaálfu.
- Aðalfundur í GEISER verkefninu.
- Vinnufundur í jarðhitaprógrammi EERA (European Energy Research Alliance).
- Vinnufundur IPGT (International Partnership og Geothermal Technology) sem stjórnvöld í USA, Íslandi, Ástralíu og Sviss standa að.
- Stjórnarfundur IPGT.
- Fundur hjá IEA-GIA (International Energy Agency, Geothermal Implementing Agreement) sem er alþjóðlegur vinnuhópur Alþjóðaorkustofnunarinnar um málefni jarðhita.
Þátttaka í ofangreindum fundum er bundin við þá sem eru beinir þátttakendur í ofangreindum viðfangsefnum og þá sem var boðið sérstaklega til þátttöku þannig að ekki er um almenna opna ráðstefnu að ræða. Allir fundirnir fara fram í Orkugarði nema IEA-GIA fundurinn sem verður í Gvendarbrunnum.