Niðurstöður fýsileikakönnunar á framleiðslu DME á Íslandi.
Nú hafa verið birtar niðurstöður fýsileikakönnunar á DME framleiðslu á Íslandi, en könnunin var samstarfsverkefni Mitsubishi Heavy Industries, Heklu ehf., Iðnaðarráðuneytis, ELKEM, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits og Orkustofnunar.
Ríkisstjórn Íslands hefur að markmiði að draga úr notkun innflutts jarðefnaeldsneytis og auka hlut innlendrar orku. Mikið hefur unnist á undanförnum árum og er nú svo komið að um 1% bílaflota landsmanna er knúin innlendri orku. Orkuskiptaáætlun hefur verið hrundið af stað, en markmið hennar er að efla atvinnuþróun og nýsköpun, hvetja til aukinna rannsókna og þekkingaruppbyggingar og að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum.
19. september, 2008, skrifuðu fulltrúar iðnaðarráðuneytis, Orkustofnunar, Mitsubishi Heavy Industries, Mitsubishi Corporation og Heklu undir viljayfirlýsingu um samvinnu við athugun á hugsanlegum tæknilausnum sem tengjast langtímamarkmiðun um afnám losunar frá jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Í framhaldi af þeirri viljayfirlýsingu var framkvæmd fýsileikakönnun á framleiðslu DME á Íslandi. Járnblendið á Grundartanga var valið sem kolefnisgjafinn. Niðurstöður fýsileikakönnunarinnar voru birtar í samantekt, þar sem lokaskýrslan var trúnaðarmál
Mitsubishi Heavy Industries, Hekla, Iðnaðarráðuneyti, ELKEM, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Mannvit og Orkustofnun komu að gerð könnunarinnar