Miðvikudagserindi Orkustofnunar og ÍSOR
Hér getur að líta dagskrá Miðvikudagserinda Orkustofnunar og ÍSOR fram að áramótum. Erindin eru flutt í Víðgelmi, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Fyrirlesarar koma víða að og eru allir sérfræðingar, hver á sínu sviði.
Hér á vefnum verður greint nánar frá efni fyrirlestranna nokkrum dögum fyrir hvern miðvikudag. Í desember er síðan ráðgert að birta dagskrá erinda í janúar og febrúar 2007.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Miðvikud. |
Erindi |
Flytjandi |
---|---|---|
8. nóv. |
Hlutverk Orkustofnunar við framkvæmd Vatnatilskipunar Evrópusambandsins |
Hákon Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun |
15. nóv. |
Afturkræfni virkjana |
Birgir Jónsson, dósent við verkfræðideild HÍ |
22. nóv. |
Vettvangur um vistvænt eldsneyti |
Ágústa S. Lofsdóttir, sérfræðingur, Akureyrarsetri Orkustofnunar |
29. nóv |
Uppruni Íslendinga (frestað til 2007) |
Freysteinn Sigurðsson, sérfræðingur á Orkustofnun |
6. des. |
Um vetnisvæðinguna |
María Maack, umhverfisstjóri hjá Íslenskri NýOrku |
13. des. |
Horfur í atvinnuþróun og nýting auðlinda |
Guðmundur Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ |
20. des. |
Hydrothermal alteration at seafloor |
Robert Zierenberg, ÍSOR, prófessor við Kaliforniuháskóla, BNA |
Þau sem óska eftir að fá sendar tilkynningar með tölvupósti um Miðvikudagserindin eða aðra starfsemi Orkustofnunar geta sent tölvupóst á netfangið publicrelations@os.is og gefið þar upp nafn og netfang.