Fréttir


Miðvikudagserindi Orkustofnunar og ÍSOR

2.11.2006

Hér getur að líta dagskrá Miðvikudagserinda Orkustofnunar og ÍSOR fram að áramótum. Erindin eru flutt í Víðgelmi, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Fyrirlesarar koma víða að og eru allir sérfræðingar, hver á sínu sviði.

Hér getur að líta dagskrá Miðvikudagserinda Orkustofnunar og ÍSOR fram að áramótum. Erindin eru flutt í Víðgelmi, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Fyrirlesarar koma víða að og eru allir sérfræðingar, hver á sínu sviði.

Hér á vefnum verður greint nánar frá efni fyrirlestranna nokkrum dögum fyrir hvern miðvikudag.  Í desember er síðan ráðgert að birta dagskrá erinda í janúar og febrúar 2007.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Miðvikud.
Erindi
Flytjandi
 8. nóv.
Hlutverk Orkustofnunar við framkvæmd Vatnatilskipunar Evrópusambandsins
Hákon Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun
 15. nóv.
 Afturkræfni virkjana
 Birgir Jónsson, dósent við verkfræðideild HÍ
 22. nóv.
 Vettvangur um vistvænt eldsneyti
 Ágústa S. Lofsdóttir, sérfræðingur, Akureyrarsetri Orkustofnunar
 29. nóv
Uppruni Íslendinga (frestað til 2007)
Freysteinn Sigurðsson, sérfræðingur á Orkustofnun
 6. des.
Um vetnisvæðinguna
María Maack, umhverfisstjóri hjá Íslenskri NýOrku
 13. des.
Horfur í atvinnuþróun og nýting auðlinda
Guðmundur Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ
 20. des.
Hydrothermal alteration at seafloor
Robert Zierenberg, ÍSOR, prófessor við Kaliforniuháskóla, BNA

Þau sem óska eftir að fá sendar tilkynningar með tölvupósti um Miðvikudagserindin eða aðra starfsemi Orkustofnunar geta sent tölvupóst á netfangið publicrelations@os.is og gefið þar upp nafn og netfang.