Fréttir


Miðvikudagserindi 15. nóvember - Afturkræfni virkjana

14.11.2006

Á miðvikudagserindi 15. nóvember fjallar Birgir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands, um afturkræfni virkjana. Erindið hefst kl. 13.

Sumir halda því fram að allar breytingar á umhverfinu séu slæmar, en þess ber þó að geta að náttúran og þar með umhverfið er sífelldum breytingum háð, sérstaklega hér á Íslandi. Ástæður af mannavöldum flýta oft fyrir breytingum á náttúrunni. Höfundur telur að landnýting á Miðhálendi Íslands næstu áratugina verði þannig, að um eða yfir 90% hálendissvæðisins verði einhvers konar verndar- og útivistarsvæði, en orku- og samgöngugeirarnir þurfi samanlagt ekki nema innan við 10% undir mannvirki og áhrifasvæði þeirra (Birgir Jónsson, 2004, fengið úr ritinu Orkuþing 2006).

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.