Fréttir


Miðvikudagserindi 22. nóvember - Vettvangur um vistvænt eldsneyti

16.11.2006

Í erindinu fer Ágústa yfir nokkra helstu kosti Íslendinga hvað varðar vistvænt eldsneyti og hugmyndir að hagrænum breytingum sem gætu stuðlað að upptöku þeirra. Tími: Miðvikudagur 22. nóv. kl. 13:00 - 14:00.

Íslendingar hafa notað jarðefnaeldsneyti til samgangna frá því að vélvæddar samgöngur hófust. Nú eru hins vegar blikur á lofti um áframhald notkunar á olíu sem eldsneyti til lengri tíma. Verðlag hennar hefur sjaldan verið hærra en nú og aðrir kostir, sem hingað til hafa þótt of dýrir, þykja því æ fýsilegri. Mengun vegna bruna jarðefnaeldsneytis er jafnframt vandi sem brýnt er að leysa og því hefur áhersla verið lögð á að finna aðra orkugjafa sem menga minna, bæði hvað varðar útblástur koldíoxíðs og aðra mengun.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.