Fréttir


Íslendingar taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni á sviði jarðhita

23.11.2006

Íslendingar hafa tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um rannsóknir og tækni á sviði jarðhita (Geothermal Implementing Agreement) innan Alþjóðaorkustofnunarinnar (International Energy Agency) síðan 2001.

Verkefnið var gangsett árið 1997 til fimm ára. Verkefninu var síðan framlengt árið 2002 og er nú annað tímabilið á enda. Umsókn liggur fyrir um þriðja tímabilið og var í því tilefni skrifuð skýrsla, Strategic Plan 2007, þar sem sagt er frá starfi verkefnishópsins og framtíðaráætlunum. Iðnaðarráðuneytið skipar í stjórn hópsins, en jafnframt taka Íslendingar þátt í þremur undirhópum, og veita einum þeirra formennsku.