Jarðhitaskólinn heldur námskeið í El Salvador
Þetta fyrsta námskeið í Mið-Ameríku ber titilinn Workshop for Decision Makers in Geothermal Projects in Central-America. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og yfirmenn orku- og umhverfisráðuneyta, stjórnendur raforkufyrirtækja og rannsóknarstofnana ásamt helstu jarðhitasérfræðingum El Salvador, Níkaragva, Kostaríka og Gvatemala. Fyrirlesarar verða frá sömu löndum og eru margir þeirra fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans. Einnig verða fyrirlesarar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Filippseyjum, Kenýa og Mexíkó. Eitt aðalumræðuefnið verður nýting jarðhita innan og í jöðrum þjóðgarða og friðlanda og verður sérstök áhersla lögð á umhverfissjónarmið.
Á vef Jarðhitaskólans er nánari upplýsingar um námskeið sem Jarðhitaskólinn HSþ heldur erlendis.