Fréttir


Miðvikudagserindi 6. des: Vetni á vagninn

29.11.2006

María Maack, umhverfisstjóri hjá Íslenskri Nýorku fjallar um Evrópusambandsverkefnið Ectos og framtíðarmúsík hámörkun á nýtni og fjöldaframleiðslu vetnisfarartækja.
Íslensk NýOrka

hefur staðið fyrir tilraunum á notkun vetnis á strætisvögnum frá því 2003. Þess er vænst að ný og endurbætt kynslóð vetnisvagna komi á göturnar 2008 en tilraunabúnaðurinn hefur staðið sig mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Vetnisstöðin við Grjótháls framleiðir vetni með rafgreiningu á vatni og er fyllt á vagnana daglega. Jafnframt er vetni selt til AGA og fyllt hefur verið á nokkur vetnisfarartæki sem hingað hafa hafa verið flutt til kynningar. Einnig er nú að ljúka prófun á varaaflstöð sem knúin er vetni við Keflavíkurflugvöll.

Á næstu árum verður meginviðfangsefni vetnistilrauna og tækniþróunar að hámarka nýtni í orkukerfinu en auðveldara er að flytja rafmagn en vetni á milli staða. Gert er ráð fyrir að vetnisfarartæki fari í fjöldaframeliðslu eftir 2012, og verður þá að sjálfsögðu notast jafnframt við rafgeyma og aðra blendingstækni eins og í öðrum farartækjum.

Tími: Miðvikudagur 6. des. kl. 13:00 - 14:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.