Laust starf ráðgjafa hjá Norrænum orkurannsóknum (NEF)
NEF eru fjármagnaðar af Norðurlöndunum fimm og hafa stuðlað að samvinnu um orkurannsóknir á Norðurlöndum sl. 20 ár. Þessar rannsóknir hafa styrkt rannsóknarsamfélagið og skapað möguleika á samstarfi í orkugeiranum og aukið þekkingu á nýjungum. Mörg íslensk verkefni hafa fengið styrki frá NEF.
Fulltrúi Íslendinga í Norrænum orkurannsóknum er Ragnheiður I Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri.
Nánari upplýsingar fást á vef NEF.