Fréttir


Laust starf ráðgjafa hjá Norrænum orkurannsóknum (NEF)

16.12.2006

Norrænar orkurannsóknir (Nordisk Energiforskning, NEF) auglýsa laust starf ráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk.

NEF eru fjármagnaðar af Norðurlöndunum fimm og hafa stuðlað að samvinnu um orkurannsóknir á Norðurlöndum sl. 20 ár. Þessar rannsóknir hafa styrkt rannsóknarsamfélagið og skapað möguleika á samstarfi í orkugeiranum og aukið þekkingu á nýjungum. Mörg íslensk verkefni hafa fengið styrki frá NEF.

Fulltrúi Íslendinga í Norrænum orkurannsóknum er Ragnheiður I Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri.

Nánari upplýsingar fást á vef NEF.