Fréttir


Útgáfufrétt: Orkumál 2005 - Raforka

19.12.2006

Fyrsta tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er fjallað um raforkumál. Meðal efnis er grein um raforkuiðnaðinn 2005; umfjöllun um raforkunotkun Íslendinga og þróun næstu árin; fræðsla um orkuhagkvæmni; og grein um raforkuverð. Þá er fjallað um raforkulög og nýja hlutverkaskiptingu á raforkumarkaði. Ýtarlegar töflur sem áður voru birtar í Orkumálum eru nú aðeins birtar á vef Orkustofnunar.

frett_19122006Blaðið telur 12 blaðsíður í A-4 broti, og er það prýtt fjölda ljósmynda og talnaefni í gröfum og töflum. Umsjón með útgáfunni höfðu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Lára K. Sturludóttir og Ívar Þorsteinsson.

Skammt er í útgáfu 2. og 3. tölublaðs Orkumála 2005, þar sem fjallað er annars vegar um eldsneyti og hins vegar um jarðhita.

Orkumál komu fyrst út árið 1959. Þá var tímaritið gefið út af Raforkumálaskrifstofunni, sem var forveri Orkustofnunar, en síðan hefur Orkustofnun gefið ritið út. Upphaflega voru þar eingöngu upplýsingar um raforku en síðar voru einnig birtar upplýsingar um jarðhita, jarðhitanýtingu og eldsneytismál.

Nálgast má rafræn og prentuð eintök hjá Orkustofnun, s: 569 6000, eða os@os.is