Fréttir


Pæjur og peyjar úr Barnaskóla VE heimsækja Orkustofnun

20.12.2006

Áttundubekkingar úr Barnaskóla Vestmannaeyja heimsóttu á dögunum Orkustofnun og fræddust um orkumál. Krakkarnir ferðuðust með Herjólfi milli lands og eyja og hrepptu vont í sjóinn á leiðinni til lands. Þau létu það þó ekki á sig fá og fóru víða í leit að fróðleik um orkuna, sem er uppruni alls og býr í öllu - kemur alls staðar við sögu.

Ívar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Orkustofnun útskýrði fyrir Eyjapeyjum og pæjum hvernig orka getur breyst úr einu formi í annað, og hver munurinn er á hreyfiorku og staðorku. Íslendingar búa í ríkum mæli að orkuauðlindum, sérstaklega vatnsorku og jarðvarma sem m.a. eru nýtt til að hita heimili landsins og knýja heimilistækin.  

Orkustofnun þakkar krökkunum kærlega fyrir heimsóknina og áhugann sem þau sýndu á orkumálum landsins.

Myndirnar hér á eftir voru teknar í heimsókninni.

frett_20122006_1

frett_20122006_2

frett_20122006_3