Þúsaldarnámskeið Jarðhitaskólans í El Salvador
Varaforseti El Salvador, Ana Vilma Albanez de Escobar, setti námskeiðið og ræddi um mikilvægi þess að tryggja 40 milljón íbúum Mið-Ameríku hreina orku á hagkvæmu verði, draga þannig úr fátækt og bæta kjör fólksins. Jafnframt benti hún á mikilvægi þess að draga úr loftmengun með því að nýta hreina og sjálfbæra orkulind eins og jarðhita. Yolanda de Gavidia, viðskiptaráðherra El Salvador, Cristobal Sequeira, umhverfisráðherra Níkaragva og Luis Ortiz, námu- og orkumálaráðherra Gvatemala, fluttu einnig ræður á fyrsta degi námskeiðsins.
Á vefsíðu Jarðhitaskólans er að finna nánari upplýsingar um námskeiði.
Nánar um námskeiðið.
Á myndinni eru frá vinstri Ana Vilma Albanez de Escobar, varaforseti El Salvador, Jorge José Simán, stjórnarformaður LaGeo orkufyrirtækisins, Christobal Sequeira, umhverfisráðherra Nikaragva og Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans, í ræðustól. (Ljósmynd LaGeo)
Ana Vilma Albanez de Escobar, varaforseti El Salvador, setti námskeiðið með ræðu. Við borðið sitja frá vinstri Luis Ortiz, námu- og orkumálaráðherra Gvatemala, Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans, Jorge José Simán, stjórnarformaður LaGeo orkufyrirtækisins og Christobal Sequeira, umhverfisráðherra Nikaragva. (Ljósmynd LaGeo)
Aðalumræðuefni námskeiðsins í El Salvador var nýting jarðhita innan og á jöðrum þjóðgarða og friðlanda, með sérstakri áherslu á umhverfissjónarmið. Þátttakendur voru frá El Salvador, Níkaragva, Kostaríka, Gvatemala, Bandaríkjunum, Filippseyjum, Ítalíu, Kenýa og Mexíkó. (Ljósmynd Sverrir Þórhallsson)