Fréttir


Dr. Steinar Þór Guðlaugsson hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs

9.1.2007

Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright starfar á vegum Vísindafélags Íslendinga. Hann veitir árlega heiðursverðlaun íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Verðlaunin fyrir árið 2006 voru veitt Steinari Þór Guðlaugssyni jarðeðlisfræðingi á samkomu í Norræna húsinu 28. desember síðastliðinn.

frett_09012007Steinar sem áður var starfsmaður Orkustofnunar og er nú starfsmaður Íslenskra orkurannsókna á að baki glæstan feril sem vísindamaður í Noregi og á Íslandi og hefur jafnframt sýnt góða færni í miðlun þekkingar sinnar til annarra. Hann hefur mótað rannsóknir á landgrunni okkar og stýrt verkefnum þar af einstakri færni og framsýni sem líkleg er til að skila þjóðinni stórum landvinningum þegar yfir lýkur.

Nánari heimildir um Steinar og starfsferil hans er að finna í greinargerð stjórnar Ásusjóðs sem hér fylgir.