Dr. Steinar Þór Guðlaugsson hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs
Steinar sem áður var starfsmaður Orkustofnunar og er nú starfsmaður Íslenskra orkurannsókna á að baki glæstan feril sem vísindamaður í Noregi og á Íslandi og hefur jafnframt sýnt góða færni í miðlun þekkingar sinnar til annarra. Hann hefur mótað rannsóknir á landgrunni okkar og stýrt verkefnum þar af einstakri færni og framsýni sem líkleg er til að skila þjóðinni stórum landvinningum þegar yfir lýkur.
Nánari heimildir um Steinar og starfsferil hans er að finna í greinargerð stjórnar Ásusjóðs sem hér fylgir.