Fréttir


Útgáfufrétt: Orkumál 2005 - Jarðhiti

10.1.2007

Þriðja tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er víða komið við og m.a. fjallað um vinnslu jarðvarmans, jarðhitaleit á köldum svæðum, húshitun og varmadælur, vinnslu raforku úr jarðhita, jarðhitarannsóknir og djúpborun.

frett_10012007Blaðið telur 12 blaðsíður í A-4 broti, og er það prýtt fjölda ljósmynda og talnaefni í gröfum og töflum.

Umsjón með útgáfunni höfðu Lára K. Sturludóttir, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Þorgils Jónasson og Hákon Aðalsteinsson.

Nálgast má prentuð eintök hjá Orkustofnun, s: 569 6000 eða með því að senda tölvupóst á os@os.is