Ársskýrsla Orkustofnunar 2007
Skýrslan telur 28 litprentaðar síður og er prentuð í 700 eintökum, með texta og myndum frá starfi stofnunarinnar frá síðastliðnu ári. Skýrslunni er dreift endurgjaldslaust og má nálgast hana hér á vefnum og eins hjá Orkustofnun í síma 569 6000.
Meðal efnis er frásögn af verkefnum Vatnamælinga Orkustofnunar, Annáll Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Annáll orkumála, listi um umsagnir Orkustofnunar á árinu, Annáll starfsmannafélagsins, og loks er í skýrslunni að finna hefðbundna reikninga stofnunarinnar.
Ársskýrsla Orkustofnunar er unnin í teymisvinnu þar sem fjölmargir starfsmanna koma við sögu og leggja hönd á plóg. Textar og greinar eru allar unnar af starfsmönnum stofnunarinnar og myndir langflestar sömuleiðis. Ritstjóri er Lára K Sturludóttir og Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði og braut um. Mynd á kápu er eftir Odd Sigurðsson, starfsmann á Vatnamælingum Orkustofnunar.
Hér er að finna ársskýrslur Orkustofnunar sem tiltækar eru á rafrænu formi.